Skip to content

Instantly share code, notes, and snippets.

@avar
Last active December 7, 2017 18:51
Show Gist options
  • Star 2 You must be signed in to star a gist
  • Fork 1 You must be signed in to fork a gist
  • Save avar/425917 to your computer and use it in GitHub Desktop.
Save avar/425917 to your computer and use it in GitHub Desktop.

Þýðing á Git á íslensku

Þetta eru glósur sem varða þýðingu Git á íslensku.

Grunnhugtök

Grunnhugtök í Git eru þessi:

  • The SHA Summa, t.d. "summan er deadbeef"

Objects: Hlutir?

  • A "blob" is used to store file data - it is generally a file.

    Klessa eða klumpur. T.d. tré getur bent á annaðhvort önnur tré eða skráarnafn ásamt klessu (eða klump).

  • A "tree" is basically like a directory

    Tré. Hægt að nota það í sama samhengi og "tree". Mögulega "mappa", en örruglega betra að nota það fyrir "the working tree" möppur.

  • A "commit" points to a single tree

    "Bókfæra". Þ.e. þegar þú ert búinn að gera breytingar er gott að bókfæra þær. "Bókfærslur" = commits.

  • A "tag" is a way to mark a specific commit as special in some way.

    "Merki" er örruglega best.

Commit

A commit consists of:

  • Tree: Tré
  • Parent: Fyrri bókfærsla?
  • Author: Höfundur
  • Committer: Bókfærandi

Önnur hugtök

  • branch

    Kannski "grein", en bæði "branch" og "tag" eru bendlar á bókfærslur, munurinn er að "branch" færist þegar nýjar bókfærslur eru gerðar.

  • repository = geymsla

  • fetch = sækja, t.d. "sækja bókfærslur frá geymslunni hans Jóa"

  • pull = toga, draga. pull er fetch + merge.

  • push = ýta, kannski er "senda" betra

  • commit(verb) = bókfæra

  • commit(noun) = bókfærsla

  • index, stage

    "Index" eða "stage" svæðið sem tímabundin tré eru skrifuð í áður en þau eru bókfærð. Þ.e. þetta er millistig á milli þess að eitthvað sé á vinnusvæðinu (e. "the working tree") og hafi verið bókfært.

  • rebase

    Endurbókfæring? Endurskrifar fyrri bókfærslur þannig þær séu með önnur "parent commit".

  • stash

    Þetta eru bara bendlar á bókfærslur sem eru hafðar til hliðar, svipuð og merki, en eru í öðru nafnrými.

  • tag = merki

  • merge = sameina / sameining

    "merge" er aðgerð sem býr til nýja bókfærslu úr mörgum greinum, bókfærslan sem verður til bendir á >1 fyrri bókfærslu (parent commit?)

  • patch = bót

  • conflict = árekstur, t.d. merge conflict samrunaárekstur.

    Ég sá líka þessa þýðingu frá vini úr Microsoft Dynamics NAV Classic: "Aðgerðin lenti á sjálfheldu þar sem annar notandi var að breyta töflunni Vörulfokkur. Byrjið aftur". Þannig kannski "samrunasjálfhelda".

Óþýtt

  • submodule

    Undirgeymsla? "Submodule" er í raun "entry" (stak?) í tré sem í stað þess að benda á blog (klessu) eða annað tré bendir á bókfærslu. Þ.e. á commit fyrir top-level tré.

  • HEAD

    Bendillinn sem bendir á núverindi checked-out stöðu

  • checkout

    T.d. "til að fara á bókfærslu deadbeef keyriru "git checkout deadbeef" til að checkouta deadbeef.

  • bisect

  • pack

    Eitthvað svipað og þýðing á "archive" kannski, er notað til að pakka saman blobs/trees/commits í eitthvað sem git er fljótara að ná í og tekur minni pláss. Pakki? "Keyrðu git-repack til að endurpakka".

  • prune

    Fer í gegnum geymsluna og fjarlægir klumpa/tré/bókfærslur sem engir nefndir bendlar (bókfærslur, merki eða stash) benda á.

  • log

    "Keyrðu git log til að fá yfirlit yfir bókfærslur".

@pjesi
Copy link

pjesi commented Sep 6, 2010

Nokkrar hugmyndir:
repository = brunnur
patch = plástur
tag = merki

@avar
Copy link
Author

avar commented Sep 6, 2010

Góðar uppástungur. Ég veit ekki hvort er betra af lind/brunnur og bót/plástur. tagg er svo ensklenska en orðin mjög algeng, þannig ég hef yfirleitt bara notað það sem þýðing á "tag" annarstaðar, en kannski er "merki" betra.

Þessi skrá er líka fínt yfirlit yfir hugtök sem þarf að þýða, ég vissi ekki af henni þegar ég skrifaði þetta Gist.

@pjesi
Copy link

pjesi commented Sep 6, 2010

Já tagg er mjög algengt. Væri fínt að fá input frá fleirum með hin orðin. Persónulega finnst mér plástur skemmtileg þýðing á patch. Kannski er bót betra fyrir commit?

@avar
Copy link
Author

avar commented Sep 6, 2010

Já það væri fínt að fá fleiri til að skoða þetta, sérstaklega ef einhver er búinn að þýða þetta (eða hluta af þessu) áður. T.d. einhver á Íslandi sem er að nota Git eða Mercurial til kennslu.

Hinsvegar er ákveðin forsenda fyrir vitrænni þýðingu að útbúa töflu yfir orðin sem þarf að þýða, og í hvaða samhengi þau verða notuð. Sumar þýðingarnar þarf að nota mikið sem nafnorð og sagnorð, en sumar þýðingar ganga bara vel sem annað hvort, ekki bæði.

Þessi listi sem ég er með er pínu byrjun á þessu, en það vantar meira. Svo er líka alveg hægt að henda sér út í djúpu laugina og byrja bara að þýða þetta, og breyta þessu svo seinna ef þörf er á.

Hjálp með þetta allt væri mjög vel þegin.

@bk
Copy link

bk commented Apr 3, 2012

"blob": mér líst hvorki á "klessa" né "klumpur" - hvað með "hlussa"?
"parent": móðurfærsla
"repository": hirsla
"rebase": ummæðra, ættleiða
"stash": (sem so.): setja í forða; (sem no.): forði, forðabúr
"tag": tag (með mjúku g)
"prune": snyrta
"log": annáll
"bisect": helminga
"HEAD": haus
"checkout": útskráning (?), færsluval

@hinrik
Copy link

hinrik commented Apr 3, 2012

commit (nafnorð) => færsla
commit (sögn) => innfæra
index/staging area => færslusvæði
parent commit => yfirfærsla
child commit => undirfærsla
rebase => endurraða, umfæra

eða sama og að ofan nema:

add => innfæra
commit (sögn) => festa

@StFS
Copy link

StFS commented Apr 3, 2012

Mitt álit (er að nota sama og kom fram hér að ofan fyrir sumt, það þýðir bara að ég greiði mitt atkvæði með því):

  • Repository -> geymsla
  • "The SHA" -> Prófsumma (skv. http://tos.sky.is/tos/to/search/?srch_string=checksum)
  • Tag -> merki, að merkja (vinsamlega ekki nota "tagg" (ekki íslenska) og ekki "tag" (þýðir annað, s.s. type)). Skv. ordabok.is væri hægt að nota "klukk" líka.
  • Blob hefur vísun í "binary large object" sem gerir "klessa" eða "klumpur" ekki jafn skýrt. Hef hins vegar enga góða hugmynd fyrir góða íslenskun á þessu.
  • fetch -> sækja
  • pull -> toga
  • push -> pota
  • tree -> tré
  • branch -> grein
  • stash -> forði
  • committ -> færsla, innfæra
  • parent -> yfirfærsla
  • child -> undirfærsla
  • prune -> snyrta
  • log -> annáll
  • patch -> plástur, plástra
  • pack -> pakki, pakka
  • committer -> bókari (þ.e. ef bókfærslur eru notaðar fyrir "commit")

@hreinnbeck
Copy link

Mikið er gaman að dreifa huganum aðeins og líta yfir þýðingar.

Þetta er mitt álit.

SHA = Vartala (SHA = checksum = vartala)
Blob = Er að mínu mati skammstöfun og þarf því ekki endilega að þýða.
Tree = tré
Commit = Skrásetja - betra samhengi en að bókfæra
Tag = merki (Finna allt merkt sem Y)
Parent = Efri færsla (ef við erum að hugsa um tré), fyrri færsla (á við um tré og í tíma)
Author = höfundur
Committer = Skrásetjari (finnst það ekki fallegt en er gott og gilt)
Branch = Útgáfa eða útfærsla
Repository = brunnur
Fetch = sækja
Pull = toga
Push = ýta (eða á kannski "Bæta við" betur við?)
index, stage = Vinnusvæði?
Rebase = Endurskraning
Stash = Geyma
Merge = sameina
Patch = bót er að best en plástur hef ég samt notað gegnum árin
Submodule = Skrá/skráning
Checkout = opna
Bisect = bakfæra (m.v. hvað git i raun gerir þegar þú notar bisect)
Pack = Þjappa, pakka
Prune = snyrta
Log = annáll
Head = haus

@hreinnbeck
Copy link

Ein spurning. Er einhver ástæða fyrir því að við forðumst alltaf að nota hugtökin parent og child t.d. sem foreldri og afkvæmi á Íslensku?

@bjartur
Copy link

bjartur commented Apr 3, 2012

"Klukk" hefur aðra merkingu í mínum huga. Þá sömu og "tag" í "Tag, you're it." í ensku. Merki virðist því óumdeilanlegasta þýðingin á "tag" í þessu samhengi.

Mér finnst patch = bót hljóma vel, enda hefur orðið "bót" nú þegar mjög víða merkingu, þó gildishlaðin sé.
Blob = hlussa (eins og bk stakk uppá)

@gislifreyr
Copy link

Sorglegt hvað það verður alltaf ógeðslegt þegar það er verið að þýða "tækniorð" yfir á íslensku! Svo hefur hreinnbeck rétt fyrir sér.
En prófum þetta...sleppi þessum augljósu orðum.

blob - ekki þýða og í guðanna bænum ekki gera nýja íslenska skammstöfun eins og TSH. Ef menn vilja þýða þetta þá er hlussa langbest að mínu mati, binary-hlussa.
commit - bóka
committer - bókari
pull - toga
push - ýta/hrinda
repo - hirsla
tag - tag (eins og einhver minntist á, mjúkt g)
patch - bót
SHA - SHA, verum ekki að breyta skammstöfunum

Varðandi commit/ter dæmið þá finnst mér bóka og bókari mun þjálla og betri útskýring heldur en bókfæra og bókfærandi. Mér finnst þetta ekki bara snúast um réttustu þýðinguna heldur líka að þetta sé skýrt.

@bjartur
Copy link

bjartur commented Apr 4, 2012 via email

@gislifreyr
Copy link

dulkóðunartæti
tætikóðun
dulkóðuð tæti

kannski ekki bestu orðin en kannski fá einhverjir hugmyndir út frá þessu.

@avar
Copy link
Author

avar commented Apr 29, 2012

Ég reyndi að byrja á þýðingunni, færslurnar eru hérna, sér í lagi er þessi færsla áhugaverð.

Hérna er dæmi um "git status" úttak:

$ git status
# Á greininni avar/is-po
# Greinin þín er 3 færslum á undan 'git-l10n/master'
#
# Breytingar sem eru ekki í færslusvæðinu:
#   (notaðu "git add <skrá>..." til að breyta hvað verður sett í næstu færslu)
#   (notaðu "git checkout -- <skrá>..." til að henda breytingum í vinnumöppunni)
#
#       breytt:       README
#
# Untracked skrár:
#   (notaðu "git add <skrá>..." til að breyta hvað verður bókfært)
#
#       untracked-file
engum breytingum bætt við færslusvæðið (notaðu "git add" og/eða "git commit -a")

Hérna eru hugtök sem ég átti í vandræðum með að þýða:

  • Tracked/untracked: hvort skrá er á færslusvæðinu (stage/index) eða
    hefur verið bætt við í færslu (commit).
  • X addition(s) & X deletion() -> X viðbót/viðbætur & 1
    fjarlæging/fjarlægingar. Er ekki sérstaklega þjált, er notað þegar
    er verið að gefa yfirlit yfir hvað breyttist í skrám.
  • Your branch is X commits behind or ahead -> "Greinin þín er X
    færslum á undan eða eftir annari grein", en hvað með "your branch
    and X have diverged, and have %d and %d different commits each".
  • HEAD gæti verið "haus", en er yfirleitt notað sem HEAD. Svoldið
    skrítið að þýða "You do not have a valid HEAD" sem "Þú ert ekki með
    gildann HAUS".
  • "Refs", færslur, merki, greinar eru allt "refs", notað t.d. sem
    "some refs could not be updated" eða "some refs could not be
    pushed". Hef verið að þýða þetta sem "tilvísanir", bendill/bendlar
    er örruglega betra.
  • Working directory = vinnusvæð/vinnumappa. Venst örruglega.
  • Cherry-pick, þ.e. að taka færslu einhverstaðar og búa til nýja
    færslu með sama höfundi/skilaboðum/efni á öðrum bendli / grein.
  • "Upstream" fyrir greinar, t.d. "your branch X is tracking upstream
    corporate", eða "your branch has diverged from upstream".
  • Remote, t.d. "pushing to remote" eða "remote rejected your commits"
    eða "remote branch".
  • Content = innihald?, notað t.d. fyrir "untracked content",
    "modified content" eða "ignored content".
  • Clone = afrita?
  • Fast-Forward = uppfærsla á annáli sem heldur áfrám frá sama punkti
    og við sáum síðast.
  • Non-Fast-forward: andstæðan þar sem einhver er búinn að framkvæma
    t.d. forced-push.

@hinrik
Copy link

hinrik commented Apr 29, 2012

  • "additions/deletions" = viðbætur/úrfellingar
  • "your branch and X have diverged, and have %d and %d different commits each" = Greinin þín og X hafa tvístrast. Þær hafa %d og %d mismunandi færslur hver.
  • "HEAD", kannski í lagi að kalla þetta bara HEAD
  • "ref", bæði tilvísun og bendill eru fín
  • "working directory": er stundum talað um "working tree" og stundum "working directory"? hvað með að nota "vinnusvæði" og "vinnumappa" þegar við á?
  • "cherry-pick" = tína (eins og að tína kirsuber)
  • "upstream branch" = fjarlæg grein? "greinin þín, X, fylgir fjarlægri grein Y", "greinin þín, X, hefur tvístrast frá fjarlægri grein Y"
  • "remote" = þjónn? endapunktur?
  • "untracked content" = "nýtt innihald", "modified content" = "breytt innihald", "ignored content" = "hunsað innihald"
  • "clone" = klóna, það er gilt íslenskt orð
  • "fast-forward" = bein/línuleg uppfærsla?
  • "non-fastforward" = óbein/ólínuleg uppfærsla?

@avar
Copy link
Author

avar commented Apr 29, 2012

Takk fyrir þetta, ég tók þetta til greina og kom þýðingunni upp í u.þ.b. 60%: avar/git@7c6b01b

í færsluskilaboðunum þarna að ofan eru frekari glósur sem ég hef verið að vinna í til að sameina athugasemdirnar sem ég hef fengið hér að ofan sem ég hef þurft að nota. Hérna eru þær ef þessi tengill skyldi hverfa:

Basic in-repository objects:

    blob      = hlussa (or maybe "klessa" or "klumpur")
    tree      = tré
    submodule = undirhirsla

Non-basic objects:

    pack(noun) = pakki
    pack(verb) = pakka

Repositories / tracking concepts:

    clone                  = klóna
    repository             = hirsla
    bare repository        = auð hirsla
    working directory      = vinnusvæði / vinnumappa

    remote branch          = fjarlæg grein
    remote tracking branch = fjarlæg fylgigrein
    upstream branch        = -||-
    tracking branch        = fylgigrein

Authorship:

    author    = höfundur
    committer = bókfærandi
    tagger    = merkjari

Commits, tags and other references:

    reference      = bendill
    orphan commit  = ónefndur bendill

    HEAD           = HAUS
    commit(noun)   = færsla
    commit(verb)   = innfæra
    parent commit  = yfirfærsla
    child commit   = underfærsla
    commit message = færsluskilaboð

    tag           = merki
    tag message   = merkisskilaboð
    annotated tag =

    stage/index   = færslusvæði

The DAG:

    commit graph = færslugraf
    merge        = sameining

References in relation to other references:

    branches that have diverged = greinar sem hafa tvístrast
    diverging references        = bendlar sem hafa tvístrast
    your branch is ahead        = greinin þín er á undan
    your branch is behind       = greinin þín er á eftir

Moving data around:

    fetch = sækja
    push  = senda
    push  = toga

    fast-forward     = bein uppfærsla
    non-fast-forward = óbein uppfærsla

Commands:

    log                = annáll
    interactive commit = gagnvirk færsla
    cherry-pick        = tína
    rebase             = umfæra
    archive            = ?
    bundle             = ?
    bisect             = ?

@hinrik
Copy link

hinrik commented Apr 29, 2012

annotated tag = áletrað merki
archive = safnvista
bundle = böggla
bisect = tvískipta

Varðandi fetch/push/pull, þá er ekki jafn augljós tenging milli senda/toga og push/pull. Kannski nota ýta/toga? Ég myndi reyndar frekar nota ýta/draga ("draga inn breytingar" hljómar vel).

Svo er "ónefndur bendill" ekki alveg nógu góð þýðing á "orphaned commit". Hvað með "einstæð færsla"?

@avar
Copy link
Author

avar commented Apr 30, 2012

Takk aftur, ég bjó til is.README skrá sem er samansafn af þeim hugtökum sem ég hef þurft að nota hingað til: http://article.gmane.org/gmane.comp.version-control.git/196551

@hinrik
Copy link

hinrik commented Nov 14, 2014

Ég vil taka aftur uppástungu mína fyrir cherry-pick => tína og mæla með orðinu plokka í staðinn.

@hinrik
Copy link

hinrik commented Nov 14, 2014

Svo vil ég líka stinga uppá því að nota orðin móðurfærsla (parent commit) og dótturfærsla (child commit). Mér finnst það lýsa sambandinu milli færslna betur en yfir/undir, þar sem það gefur í skyn að það sé þróun í gangi, ekki bara tréskipting.

@hinrik
Copy link

hinrik commented Nov 14, 2014

Svo er auð hirsla ekki góð þýðing á bare repository (myndi passa ef það héti blank repository). Betra væri að nota ber hirsla.

@hinrik
Copy link

hinrik commented Nov 14, 2014

Í staðinn fyrir pakka myndi ég nota sögnina sampakka (þ.e.a.s. í git pack).

@danielsig
Copy link

danielsig commented Aug 15, 2017

Ég elska ég orðið „lind“ fyrir 'repository'! Yndislegt of fallegt orð.

Persónulega finnst mér „sameina“ of vítt orð fyrir 'merge' þar sem það getur líka þýtt 'unite'. Að búa til nýtt orð gæti verið óumflýjanlegt ef við viljum forðast að nota orðið 'merge'. Ég tel líka að orðið ætti að vera valið/hannað með orðasambandið "merge conflict" í huga.

Hér eru örfáar hugmyndir:

  • „mergja“
  • „sammergja“
  • „samleiða“
  • „samflétta“
  • „samtvinna“
  • „samþræða“
  • „samspinna“
  • „summa“
  • „samrenna“
  • „samvefja“
  • „samskeyta“

Hugmyndir fyrir "merge conflict"

  • „ósamræmi“
  • „samrof“
  • „samrofnun“
  • „samslit“
  • „mergrof“

Sign up for free to join this conversation on GitHub. Already have an account? Sign in to comment