Skip to content

Instantly share code, notes, and snippets.

@arnlaugsson
Last active November 8, 2015 23:58
Show Gist options
  • Save arnlaugsson/b64b3da61c284acee0c3 to your computer and use it in GitHub Desktop.
Save arnlaugsson/b64b3da61c284acee0c3 to your computer and use it in GitHub Desktop.

Pro tip: SSH án lykilorða

Til að flýta fyrir tengingum við Advania QStack vélina sem hópurinn ykkar fékk úthlutað, er hægt að nota SSH lykill ykkar til að spara ykkur sporin.

Upprifjun: https://help.github.com/articles/generating-ssh-keys/

*Nix (Linux og MacOS)

Í skel (Terminal), gert er ráð fyrir að þið hafið búið til SSH lykill og hafið ekki breytt nafninu á skránni:

  1. Farið í heimasvæði ykkar á vélinni ykkar: cd

  2. Afritið ".ssh/id_rsa.pub" yfir á Advania vélina en endurnefnið sem "authorized_keys", skiptið út "NOTANDANAFN" fyrir notandanafn ykkar á Advania vélinni, og "IP-TALA" fyrir ip töluna á Advania vélinni:

    scp .ssh/id_rsa.pub NOTANDANAFN@IP-TALA:~/authorized_keys

  3. SSH-ið ykkur inn og færið "authorized_keys" undir ".ssh" möppuna ykkar:

    ssh NOTANDANAFN@IP-TALA
    test -d ".ssh" || mkdir ".ssh" # Ef .ssh/ er ekki til þurfum við að búa möppuna til
    mv authorized_keys .ssh/
    
  4. Sannreynið að ykkur takist nú að tengjast án lykilorðs, byrjið á að aftengjast (CTRL+d eða skrifa exit):

    ssh NOTANDANAFN@IP-TALA
    
  5. Ef þið eruð beðin um lykilorð þá hefur eitthvað farið úrskeiðis, farðu á byrjunarreit.

Windows

Git Bash

Með viðbótum eins og Git Bash þá virkar SSH nánast alveg eins og hægt er að vera með lykilinn undir ".ssh" möppu á heimasvæði notanda á "C:" (fylgið því leiðbeiningunum hér að ofan).

Powershell

Með Powershell þarf að framkvæma hlutina aðeins öðruvísi:

Leiðbeiningar fyrir Powershell

Putty

Putty styður líka SSH lykla, uppsetning þar er þó flóknari en lýst er hér að ofan.

Sjá t.d. leiðarvísi frá Bluehost

Sign up for free to join this conversation on GitHub. Already have an account? Sign in to comment