Skip to content

Instantly share code, notes, and snippets.

@gislik
Last active June 21, 2022 07:59
Show Gist options
  • Star 0 You must be signed in to star a gist
  • Fork 0 You must be signed in to fork a gist
  • Save gislik/708100fbbf3b47277265e1b3c3f27f76 to your computer and use it in GitHub Desktop.
Save gislik/708100fbbf3b47277265e1b3c3f27f76 to your computer and use it in GitHub Desktop.
Framtíð rafmynta
100.000 vex um 63% í 10 ár er 13 milljónir
100.000 vex um 63% í 20 ár eru 1.7 milljarðar
Þetta er auðvitað augljóst í baksýnisspeglinum þar sem varla er til sá þáttur í okkar lífi sem Internetið hefur ekki snert - en það var ekki augljóst á meðan þessu stóð.
Þegar Netflix var stofnað 1997 þá var það almenn skoðun að Internetið væri ekki nægilega burðugir innviðir til þess að dreifa sjónvarpsefni innan Bandaríkjanna. Og það var skiljanleg afstaða. Þarna er Windows 95 tveggja ára, heimilistölvur voru að komast í almenna eign og móthöld voru nauðsynleg til þess að hringja inn á internetið. Nokia var stærsti söluaðili farsíma en notkun þeirra takmarkaðist við símtöl, sms og sölu á hringitónum.
4 árum síðar springur Internetbólann og Internetið er úrskurðað látið. Kostnaður við lagningar á sæstrengnum og eldflauga skotum með samskiptagervihnetti réttlæti engan vegin notkun á netinu sem virtist á þessum tíma í besta falli sendingar á kattamyndum í tölvupósti.
Meira að segja, 10 árum eftir stofum Netflix,, árið 2007 þegar Netflix hóf dreifingu á sjónvarpsefni yfir Internetið og sló þannig á efasemdaraddir, heyrðust enn fullyrðingar um að slíkt væri að minnsta kosti ekki hægt að heimsvísu. Árið 2007 var reyndar merkilegt ár að mörgu leyti því að á sama tíma var fyrsta útgáfa af iPhone kynnt til sögunnar sem fyrsti snjallsíminn og nú 15 árum síðar get ég streymt kvikmyndum í hágæða upplausn þvert yfir heiminn í snjallsímann sem er beintengdur og sítengdur við internetið.
Eða 113% árlega.
Til viðbótar við rafyntir á borð við Bitcoin og Ether sem hafa engan útgefanda og m.a. hafa það hlutverk að tryggja öryggi bálkakeðjanna eru til rafmyntir með útgefanda en slíkar rafmyntir geta tekið á sig form hlutabréfa, skuldabréfa og hefðbundinna þjóðargjaldmiðla á borð við krónur og evrur.
Netviðskipti reiða sig á greiðslukort sem lifa á öðru neti og ferðast á mismundi hraða, sem hefur í för með sér stöðugar afstemmingar á milli pantana annars vegar og greiðslna hins vegar sem veldur núningi, sársauka og kostnaði. Neytendur eru oft á tíðum skermaðir fyrir þessum sársauka og þeir sjá aðeins brot af kostnaðinum en seljendur finna svo sannarlega fyrir honum.
Rafmyntir lifa á Internetinu og erfa þannig marga af sömu eiginleikum þess, hægt er að millifæra rafmyntir á heimsvísu, þvert á landamæri, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Við sjáum líka að nýsköpun og þróun gerist á hraða internetsins og hvert ár er eins og 20 ár í gamla heiminum.
Sign up for free to join this conversation on GitHub. Already have an account? Sign in to comment