Skip to content

Instantly share code, notes, and snippets.

Show Gist options
  • Star 0 You must be signed in to star a gist
  • Fork 1 You must be signed in to fork a gist
  • Save hinrik/250375 to your computer and use it in GitHub Desktop.
Save hinrik/250375 to your computer and use it in GitHub Desktop.
Ævar heiti ég og vil gefa ykkur smá skýrslu um það hvernig OpenStreetMap verkefninu hefur farnað á síðastliðnu ári þegar kemur að Íslandi. Ég sendi skilaboðin á FSFÍ og RGLUG listann auk póslistans fyrir OSM á Íslandi þar sem árlegar stöðuskýrslur um frjáls verkefni tengd Íslandi eru örugglega vel þegnar þar.
Fyrir þá sem ekki vita er OpenStreetMap kortagrunnur af allri jörðinni sem inniheldur efni undir frjálsu leyfi (CC-BY-SA) og miðar að því að verða aðalupplýsingaveitan fyrir kortagögn, rétt eins og Wikipedia er orðin aðalveitan fyrir alfræðigögn.
Það er misjafnt eftir svæðum hvernig því lokamarkmiði gengur. Á sumum átaka- og fátæktarsvæðum er OpenStreetMap kortið það besta sem til er því engin önnur samtök hafa áhuga á að legga vinnu í slíka kortlagningu, en á flestum stöðum í heiminum erum við enn að rekja lestina miðað við ófrjálsa ríkisstyrkta grunna sem hafa áratugsforskot á okkur. En jafnvel á þeim svæðum erum við oft betri. Það eru t.d. margir göngustígar og slóðar á OpenStreetMap á Íslandi sem eru ekki á neinu öðru korti því það svarar ekki kostnaði að kortleggja þá.
Eðli grunnsins fer mikið eftir svæðum. Sums staðar, t.d. í Bandaríkjunum, voru þegar til stórir kortagrunnar undir frjálsum leyfum (TIGER) sem lögð er mikil vinna í að leiðrétta og bæta. Á öðrum stöðum, t.d. í flestum stórborgum Evrópu, eru til góðar loftmyndir í boði Yahoo! sem nægja til að rekja allt niður í gangstéttir og fer mikil vinna í að teikna upp eftir þeim.
Á Íslandi hinsvegar er nánast allt efnið í grunninum með örfáum undantekningum rekið upp úr GPS ferlum. Notendur fara um götur, stíga og annað með GPS tæki og teikna svo upp vegi, punkta og fleira upp úr þessum ferlum.
Annað sem vert er að taka fram er að OSM verkefnið er að sækjast eftir því að halda við kortagrunni en ekki kortasýn. Lokamarkmiðið er ekki að fá fólk til að nota http://www.openstreetmap.org í stað http://maps.google.com eða http://ja.is/kort/ heldur að fá þá síðarnefndu til að nota gögn frá okkur í stað NAVTEQ eða Samsýn.
En nóg um það. Hér er tölfræðilegt yfirlit yfir breytingar á síðasta ári, eða 1. desember 2008 til 1. desember 2009
Hnútar: +47.3% (222.540 í 327.739
Vegir: +54.1% (11.134 í 17.159)
Vensl: +442% (69 í 374)
Stök (í venslum): +522% (273 í 1.698)
Eigindi: +7.2% (136.035 í 145.789)
Iceland.osm (XML): +80.5% (36MB í 65MB)
Hnútar eru punktar á kortinu, vegir eru svo línur samansettar úr 2 eða fleiri punktum, vensl eru yfirtýpur notaðar til að lýsa t.d. þjóðvegum, strætóleiðum o.fl. og eru stök hnútar, vegir og vensl sem eru stök í venslum. Eigindi eru svo "tögg" á hnútum, vegum og venslum sem við notum til að lýsa hvers kyns hlut er um að ræða.
Þetta segir manni svo sem ekki mikið, svo að hérna er þetta í sjónrænna formi eftir völdum svæðum á landinu, bæði í osmdiff myndum og með tenglum á OpenStreetMap. Svartir litir tákna nýja hluti, rautt þeim sem hefur verið eytt, bláir eru gamlir hlutir með nýja staðsetningu og gulir eru sömu hlutirnir með ný eigindi. Athugið að allar myndirnar er hægt að nálgast í hárri upplausn á flickr og hérna: http://osm.nix.is/diff/archive/2009-12-01/
= Ísland allt:
http://www.flickr.com/photos/avarab/4162703039/in/set-72157622947276842/
http://osm.org/go/e1pRE--
= Reykjavíkursvæðið:
Við Reykjavíkursvæðið er búið að bæta miklu á síðasta ári. Mosfellsbær hefur stórskánað, ýmis hverfi eins og Breiðholtið (f. utan Seljahverfi), Norðlingaholt, Lönd o.fl. sem voru með ókláruð veganet eru nú vel á veg komin. Álftanesinu var bætt við, Heiðmörkin er komin í ágætisstand og að lokum hefur mikið verið betrumbætt í kringum svæði sem þegar voru inni. T.d. hjá Kringlunni, Smáralind og í miðbæ Reykjavíkur svo eitthvað sé nefnt.
http://www.flickr.com/photos/avarab/4163471758/in/set-72157622947276842/
http://osm.org/go/e0Uud0r-
Kópavogur:
Svæðið í kringum Smáralind hefur mikið skánað en að öðru leiti hafa litlar breytingar verið gerðar.
http://www.flickr.com/photos/avarab/4163470486/in/set-72157622947276842/
http://osm.org/go/e0UuTE2--
Hafnarfjörður:
Lítið er um breytingar í Hafnarfirði, en einu heilu hverfi var bætt við.
http://www.flickr.com/photos/avarab/4163471558/in/set-72157622947276842/
http://osm.org/go/e0UpdUB--
= Akureyri:
Akureyrarbær var þegar vel kortlagður en á síðasta ári var bætt við landnýtingarsvæðum, Glerártorgi, Háskólasvæðinu og Lystigarðinum svo eitthvað sé nefnt.
http://www.flickr.com/photos/avarab/4163472592/in/set-72157622947276842/
http://osm.org/go/e1sW7Nm--
= Ísafjörður:
Ísafjörður og Vestfirðirnir allir hafa stórskánað á síðasta ári, en enn vantar mikið upp á.
http://www.flickr.com/photos/avarab/4162711247/in/set-72157622947276842/
http://osm.org/go/efvVlur
= Nýtt á kortinu:
Eftirfarandi svæðum hefur verið algerlega bætt við á síðasta ári:
Akranes:
Akranes var kortlagt á tveimur dögum og er nú eitt best kortlagði bærinn á Íslandi og er gott dæmi um hvað er hægt að gera á stuttum tíma.
http://www.flickr.com/photos/avarab/4162711993/in/set-72157622947276842/
http://osm.org/go/e0U17h0
Ásbrú:
Ásbrú er eini bæjarhlutinn sem hefur nær eingöngu verið kortlagður úr opinberum gögnum. Við fengum gögn frá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar sem sýndu byggingar, Detox Jónínu Ben og annað.
http://www.flickr.com/photos/avarab/4163470746/in/set-72157622947276842/
http://osm.org/go/ee7@TZl
Dalvík:
http://www.flickr.com/photos/avarab/4163470284/in/set-72157622947276842/
http://osm.org/go/e1nzDZlg-
Eskifjörður:
http://www.flickr.com/photos/avarab/4162710787/in/set-72157622947276842/
http://osm.org/go/e3hAx0Q
Húsavík:
http://www.flickr.com/photos/avarab/4163470574/in/set-72157622947276842/
http://osm.org/go/e1vc20y
Neskaupstaður:
http://www.flickr.com/photos/avarab/4163472304/in/set-72157622947276842/
http://osm.org/go/e3hkNVU
Vestmannaeyjar:
http://www.flickr.com/photos/avarab/4163472056/in/set-72157622947276842/
http://osm.org/go/e0aHYXJ-
Ólafsfjörður:
Ólafsfjörður er dæmi um lítinn bæ sem var að mestu kortlagður á nokkurra klukkutíma rúnti.
http://www.flickr.com/photos/avarab/4162712329/in/set-72157622947276842/
http://osm.org/go/e1nf4g8q-
Sumarbúðirnar á Eyrarvatni:
http://osm.org/go/e0XMAd9F
= Annað:
Þjóðvegir:
Mikið hefur bæst við þjóðvegi á kortinu og erum við að reyna að búa til vensl fyrir þá alla og halda úti lista yfir þá hérna:
http://is.wikipedia.org/wiki/Listi_yfir_%C3%BEj%C3%B3%C3%B0vegi_%C3%A1_%C3%8Dslandi
Hér er t.d. dæmi um vensl fyrir Hringveginn:
http://www.openstreetmap.org/browse/relation/65617
Vötn & ár:
Það er töluvert af nýjum vötnum og ám á kortinu sem teiknuð hafa verið upp úr Landsat myndum frá NASA. Enn er mjög mikið eftir í þessum efnum og auðvelt að leggja til gögn með því að rekja þessar myndir án þess að fara úr húsi.
= Þýðingar:
OpenStreetMap vefurinn http://openstreetmap.org og Potlatch ritillin sem aðgengilegur er á sama vef hafa verið þýddir á íslensku á síðasta ári. Vefurinn sést á íslensku sé hann skoðaður í vafra sem gefur sig út fyrir að vilja íslenskt efni (með Accept-Language) en annars þarf að búa til notanda og stilla viðmótstungumál í notandastillingum.
JOSM ritillinn (http://josm.openstreetmap.de/) sem hægt er að hlaða niður hefur einnig verið að miklu leiti þýddur. Stór hluti af því viðmóti sem venjulegir notendur sjá er á íslensku.
Sign up for free to join this conversation on GitHub. Already have an account? Sign in to comment